Ráðinn framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu

Arnar Már Snorrason, nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu.
Arnar Már Snorrason, nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu. Ljósmynd/Aðsend

Arn­ar Már Snorra­son hef­ur verið ráðinn sem fram­kvæmda­stjóri Sæplasts í Evr­ópu með aðset­ur á Dal­vík. Hann hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri markaðsþró­un­ar hjá fyr­ir­tæk­inu frá 2011.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Arn­ar taki við starf­inu af Daða Valdi­mars­syni sem mun færa sig í starf for­stjóra Rotovia, ný­stofnaðs móður­fé­lags Sæplasts. Und­ir Sæplast í Evr­ópu til­heyr­ir starf­semi fé­lags­ins á Íslandi, Spáni og Nor­egi ásamt sölu­skrif­stof­um fé­lags­ins í Evr­ópu, Afr­íku og Asíu.

Arn­ar hef­ur gegnt marg­vís­leg­um störf­um inn­an fyr­ir­tæk­is­ins frá því að hann hóf störf hjá fé­lag­inu m.a. sinnt sölu- og markaðsstarfi, verið verk­smiðju­stjóri Sæplasts á Dal­vík og verið fram­kvæmd­ar­stjóri Sæplasts í Hollandi. Þá lauk Arn­ar MBA námi frá Há­skól­an­um í Reykja­vík í júní 2022.

Seg­ir í til­kynn­ingu að Sæplast sé leiðandi fyr­ir­tæki í heim­in­um í hönn­un og fram­leiðslu á end­ur­nýt­an­leg­um og end­ur­vinn­an­leg­um ker­um og brett­um sem notuð eru í mat­væla­fram­leiðslu og í end­ur­vinnsluiðnaði. Sæplast hann­ar og fram­leiðir einnig breiða vöru­línu í bygg­inga­tengd­um vöru­flokk­um s.s. brunna, tanka, rotþrær, skilj­ur o.fl. Þess­ir vöru­flokk­ar eru að stærst­um hluta seld­ir í gegn­um bygg­inga­vöru­versl­an­ir um land allt. Í verk­smiðju fé­lags­ins á Dal­vík starfa að jafnaði um 65 manns en alls eru um 120 starfs­menn hjá Sæplasti í Evr­ópu.

Rotovia er nýtt fé­lag sem stofnað var eft­ir að gengið var frá kaup­um ís­lenskra fjár­festa á hverf­is­steypu­deild Berry Global Inc en inn­an þeirr­ar deild­ar eru meðal ann­ars Sæplast og Tempra sem eru fé­lög með langa og far­sæla sögu á Íslandi. Hverf­is­steypu­deild Berry Global Inc var áður hluti af Promens hf. sem selt var úr landi árið 2015 en fé­lagið var á þeim tíma eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK