Samþykkja ekki samrunann án skilyrða eða útskýringa

Frumniðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að samruni Mílu og Ardian France SA raski samkeppni. Samruninn verður því, samkvæmt frumniðurstöðunni, ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða og/eða með frekari útskýringum af hálfu samrunaaðila. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum sem send var út eftir að fjölmiðlar höfðu óskað eftir upplýsingum um stöðuna á söluferli Mílu, sem er í eigu Símans. 

Síminn seldi Mílu til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardians í lok síðasta árs. Salan hefur verið umdeild og m.a. verið gagnrýnd af Alþingismönnum.

Samkeppniseftirlitið hefur verið með yfirtöku Ardians til rannsóknar frá 8. febrúar síðastliðnum. Fresti þess til þess að ljúka rannsókn hefði átt að ljúka 27. júlí n.k.

Andmælaskjal barst

Aftur á móti hefur Ardian og Símanum borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu. Segir í tilkynningunni frá símanum að slíkt skjal sé hefðbundinn liður í málsmeðferð eftirlitsins á samruna sem þessum.

„Í skjalinu er að finna frummat Samkeppniseftirlitsins sem felur ekki sem slíkt í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Samkvæmt stjórnsýslulögum geta málsaðilar nýtt sér andmælarétt áður en bindandi stjórnvaldsákvörðun verður tekin í málinu. Frumniðurstaða eftirlitsins er að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða og/eða með frekari útskýringum af hálfu samrunaaðila. Frestur til þess að svara andmælaskjalinu er til 15. júlí nk. en ef óskað verður eftir sáttarviðræðum framlengist frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að ljúka rannsókn málsins sjálfkrafa til 18. ágúst nk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK