SAS leggur fram gjaldþrotabeiðni í Bandaríkjunum

Flugfélagið SAS er í vanda statt.
Flugfélagið SAS er í vanda statt. AFP/ohan Nilsson

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur lagt fram svokallaða 11. kafla gjaldþrotabeiðni í Bandaríkjunum, sem hluta af endurskipulagningu félagsins, degi eftir að flugmenn þess fóru í verkfall.

Í Bandaríkjunum hefur 11. kafli þá þýðingu að fyrirtæki fá rými til að endurskipuleggja skuldir sínar undir eftirliti dómstóls.

Að sögn SAS munu þessi tíðindi ekki hafa áhrif á flugáætlun eða aðra hefðbundna starfsemi flugfélagsins. Verkfall flugmanna mun þó halda áfram að hafa slík áhrif.

„Verkfallið hefur nú þegar gert þessa erfiðu stöðu enn erfiðari. Ferlið í kringum kafla 11 veitir okkur lagaleg verkfæri til að hraða breytingu innan okkar raða á sama tíma og við höldum áfram með hefðbundna starfsemi,“ sagði framkvæmdastjórinn Anko van der Werff, í yfirlýsingu.

Flugmenn gengu út í gær eftir að samningaviðræður á milli verkalýðsfélaga og flugfélagsins fóru út um þúfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka