Alhliða lausn fyrir fjármálin

Tinna Björk Bryde segir aðsóknina hafa þrefaldast á tveimur árum.
Tinna Björk Bryde segir aðsóknina hafa þrefaldast á tveimur árum. Kristinn Magnússon

Fjár­tæknifyr­ir­tækið Aur­björg held­ur úti vefsvæði þar sem neyt­end­ur geta fengið betri yf­ir­sýn á heim­il­is­fjár­mál­in.

Tinna Björk Bryde, viðskiptaþró­un­ar­stjóri hjá Aur­björgu, seg­ir, spurð um heim­sókn­ir á síðuna, að sam­an­b­urður kjara hús­næðislána og lána­reikni­vél­in séu vin­sæl­ustu eig­in­leik­ar vefsíðunn­ar. Ný­lega bætt­ist við vefsvæði þar sem not­end­ur geta annaðhvort keypt sér áskrift eða verið með ókeyp­is aðgang.

Heim­sókn­ir þre­fald­ast

Not­end­um hef­ur fjölgað ört og eru nú 21.500 tals­ins. Vöxt­ur­inn í heim­sókn­um hef­ur einnig verið mik­ill. Fjöldi þeirra á milli ára hef­ur auk­ist um 50%. Ef litið er til síðustu tveggja ára hafa þær þre­fald­ast. Alls eru það um 60-70 þúsund manns sem skoða vefsíðuna á mánuði.

Aðspurð seg­ir hún aðsókn­ina aukast mikið þegar neyt­enda­mál leita í um­fjöll­un­ina, líkt og vaxta­hækk­an­ir, raf­orku­verð og fleira. Nýtt fast­eigna­mat jók einnig aðsókn­ina á vefsíðuna og seg­ir hún not­end­ur vera dug­lega að vakta hús­næðismarkaðinn og lán­in sín.

„Þær breyt­ing­ar sem við höf­um orðið vör við er að heim­sókn­ir á sam­an­b­urðarsíðu á bens­ín­verði hafa auk­ist milli mánaða, eins skamm­tíma­lán og sparnaður.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK