Eimskip sendir frá sér jákvæða afkomuviðvörun

Vilhelm Þorsteinsson er forstjóri Eimskips.
Vilhelm Þorsteinsson er forstjóri Eimskips. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Útlit er fyr­ir að EBITDA hagnaður Eim­skips á öðrum árs­fjórðungi þessa árs verði um­tals­vert hærri en á sama árs­fjórðungi í fyrra, eða á bil­inu 43,5 – 47 millj­ón­ir evra.

Þetta kem­ur fram í af­komu­viðvör­un sem Eim­skip sendi á Kaup­höll nú síðdeg­is en þessi hagnaður nem­ur á bil­inu 6 – 6,5 millj­örðum króna á nú­ver­andi gengi. Upp­lýs­ing­arn­ar byggja á stjórn­enda­upp­gjöri fyr­ir apríl og maí ásamt nýrri spá fyr­ir júní. EBITDA hagnaður fé­lags­ins í fyrra var tæp­ar 30 millj­ón­ir evra, þegar búið er að aðlaga áhrif að sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið fyr­ir rúma 10 millj­ón­ir.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ýms­ar ástæður séu fyr­ir betri af­komu, en helstu drif­kraft­arn­ir séu góð frammistaða í alþjóðlegu flutn­ings­miðlun­inni og mjög góð nýt­ing í sigl­inga­kerf­um fé­lags­ins. Þá sé af­koma af flutn­ing­um yfir Atlants­hafið mun betri en á sama tíma­bili síðasta árs vegna góðs magns og flutn­ings­verða sem end­ur­spegla mikla eft­ir­spurn eft­ir flutn­ing­um yfir hafið. Loks hafi Að magn í inn­flutn­ingi til Íslands verið sterkt. Þá kem­ur fram að horf­ur fyr­ir kom­andi mánuði séu al­mennt góðar þrátt fyr­ir mikla óvissu í alþjóðlegu efna­hags­um­hverfi og mögu­leg­um áhrif­um vax­andi verðbólgu á heimsviðskipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK