Fjárfestirinn Sigurður Arngrímsson hagnaðist um 2,93 milljarða króna þegar hann seldi allan eignarhlut sinn í Bláa lóninu í september í fyrra.
Fram kemur á Vísi að Sigurður, sem starfaði áður hjá bankanum Morgan Stanley í London, hafi selt tæplega 6,2 prósenta eignarhlut sinn í Bláa lóninu til félagsins Blávarma, sem er í eigu 14 lífeyrissjóða, fyrir jafnvirði um 3,75 milljarða króna á þáverandi gengi.