Tillaga um að breyta nafni Festar í Sundrungu

Hluthafafundur Festar er í næstu viku.
Hluthafafundur Festar er í næstu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Hlut­hafa­fund­ur Fest­ar fer fram á fimmtu­dag­inn í næstu viku, en stjórn fé­lags­ins boðaði til nýs hlut­hafa­fund­ar eft­ir óánægju hluta hlut­hafa fé­lags­ins með upp­sögn Eggerts Þórs Kristó­fers­son­ar, for­stjóra fé­lags­ins um dag­inn.

Upp­haf­lega var aðeins stjórn­ar­kjör á dag­skrá, en sam­kvæmt dag­skrá fund­ar­ins sem send var út í gær kem­ur fram að einnig hafi borist til­laga um breyt­ingu á samþykkt­um fé­lags­ins sem feli í sér að nafni fé­lags­ins verði breytt í Sundr­ung.

Ekki kem­ur fram hver standi á bak við til­lög­una, en sem fyrr seg­ir var óánægja meðal hluta eig­enda fé­lags­ins þegar Eggerti var sagt upp. Var upp­haf­lega greint frá því að Eggert hefði sjálf­ur sagt starfi sínu lausu, en eins og Morg­un­blaðið greindi síðar frá kom frum­kvæðið ekki frá Eggerti sjálf­um og var það síðar staðfest af stjórn fé­lags­ins með til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Greindi Morg­un­blaðið jafn­framt frá því í síðasta mánuði að ekki hafi verið ein­ing inn­an stjórn­ar­inn­ar með upp­sögn­ina, en að þau Guðjón Reyn­is­son og Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, formaður og vara­formaður stjórn­ar, hafi fylgt mál­inu eft­ir af festu.

Upp­sögn Eggerts komst í há­mæli í síðasta mánuði, meðal ann­ars vegna þess að Vítal­ía Lazareva kvað sig eiga Eggerti mikið að þakka og að hann hafi hlustað á sína hlið í tengsl­um við ásak­an­ir sem hún setti fram um að hóp­ur manna hefði brotið á henni kyn­ferðis­lega í heit­um potti. Varð það meðal ann­ars til þess að Þórður Már Jó­hann­es­son, þáver­andi stjórn­ar­formaður fé­lags­ins sagði af sér, en auk þess var Hreggviður Jóns­son, einn stærsti einka­fjár­fest­ir í Festi, meðal þeirra sem Vítal­ía vísaði til.

Guðjón var í viðtali við ViðskiptaMogg­ann í dag og sagði þar meðal ann­ars að segja mætti að framtíðar­sýn for­stjóra og stjórn­ar hafi ekki farið sam­an. Guðjón hef­ur þó áður sagt við Morg­un­blaðið að hvorki Hreggviður né Þórður hafi haft ein­hver af­skipti af fé­lag­inu eða stjórn þess.

Níu manns hafa verið til­nefnd í stjórn fé­lags­ins, öll nú­ver­andi stjórn auk fjög­urra nýrra, meðal ann­ars Björgólf­ur Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir og fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja, Magnús Júlí­us­son, aðstoðarmaður Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og stofn­andi Íslenskr­ar orkumiðlun­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK