Aldrei eins auðvelt að eignast húsnæði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:50
Loaded: 2.83%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:50
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Mikið er rætt um þær hækk­an­ir sem orðið hafa á hús­næðismarkaði á und­an­förn­um miss­er­um og gjarn­an heyr­ist því fleygt að aldrei hafi verið erfiðara fyr­ir ungt fólk að kom­ast inn á hús­næðismarkaðinn.

Yngvi Örn Krist­ins­son er gest­ur Dag­mála. Hann er gam­al­reynd­ur hag­fræðing­ur og þekk­ir tím­ana tvenna í ís­lensku efna­hags­lífi. Hann seg­ir margt benda til þess að það hafi aldrei verið auðveld­ara að eign­ast hús­næði á Íslandi.

„Þetta háa láns­hlut­fall sem er í boði núna og þess­ir lágu vext­ir gera það að verk­um að það hafi aldrei verið auðveld­ara. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt en það hef­ur aldrei verið auðveld­ara.“

Raun­vext­ir voru 9,5% en ekki nei­kvæðir

Skýr­ir hann þessa af­stöðu bet­ur í viðtal­inu:

„Ég held að það hafi aldrei verið auðveld­ara. Vext­ir af verðtryggðum íbúðalán­um eru eitt­hvað í kring­um 1,8% þar sem þeir eru hag­stæðast­ir. Verðtryggð lán kannski ekki það heppi­leg­asta að taka núna út af þess­ari verðbólgu sem er aðg anga yfir en raun­vext­ir á óverðtryggðu lán­un­um eru varla já­kvæðir miðað við verðbólgu­töl­urn­ar. Mín kyn­slóð byrjaði þetta basl með raun­vexti sem voru 9,5% og við feng­um í mesta lagi 55-60% lán.“

Viðtalið við Yngva Örn má sjá og heyra í heild sinni hér:




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK