Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur sagt upp 44 milljarða dala samningi sínum um kaup á samfélagsmiðlinum Twitter í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins.
Hefur Musk ákveðið að hætta við kaupin þar sem Twitter hafi ekki tekist að veita nægjanlegar upplýsingar um fjölda ruslpósts og falsaðra reikninga.
Hann á yfir höfði sér riftunargjald upp á einn milljarð bandaríkjadala og hugsanlega málsókn fyrir að hætta við kaupin.
Musk sagði í maí að samningurinn væri í bið þar sem hann væri að bíða eftir gögnum um fjölda falsaðra reikninga á Twitter. Lögmaður Musk sagði í bréfi að Twitter hefði mistekist eða neitað að veita þessar upplýsingar.
Hlutabréf Twitter hafa lækkað um sjö prósent eftir tilkynningu Musk.