Origo og KLAK í samstarf um Snjallræði

Lóa Bára undirritaði samstarfssamning við Kristínu Soffíu.
Lóa Bára undirritaði samstarfssamning við Kristínu Soffíu. Ljósmynd/Aðsend

Origo hef­ur und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing við KLAK - Icelandic Startups um sam­vinnu um sam­fé­lags­hraðal­inn Snjall­ræði.

„Sam­fé­lags­hraðall­inn Snjall­ræði er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raun­veru­lega styðja við Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna,“ seg­ir í til­kynn­ingu um samn­ing­inn. 

Um­sjón hraðals­ins er í hönd­um KLAK - Icelandic Startups sem hef­ur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskipta­hug­mynda og leitt sam­an hóp hagaðila með verðmæta­sköp­un að leiðarljósi.

Origo hef­ur verið í eig­enda­hóp KLAK frá upp­hafi og verður nú einn bak­hjarla Snjall­ræðis.

Lengi hallað á kon­ur

„Við höf­um skil­greint ný­sköp­un sem eitt af áherslu­atriðum í sam­fé­lags­stefnu Origo. Við telj­um að það sé ein­mitt með ný­sköp­un og tækni sem sam­fé­lags­vanda­mál framtíðar­inn­ar verða leyst,“ er haft eft­ir Lóu Báru Magnús­dótt­ur, markaðsstjóri Origo, í til­kynn­ingu. 

„Það hef­ur lengi hallað á kon­ur í fjár­fest­ingu í ný­sköp­un. Það sem er já­kvætt við Snjall­ræði er hvað kven­frum­kvöðlum hef­ur vegnað vel eft­ir þátt­töku í þess­um hraðli. Við hlökk­um til að styðja við verk­efn­in í Snjall­ræði og fögn­um aðkomu MIT sem býður upp á metnaðarfull­an vett­vang til ný­sköp­un­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK