„Svakaleg viðurkenning“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Luc­inity hef­ur tryggt sér 17,3 millj­óna doll­ara fjár­magn, eða um 2,4 millj­arða króna.

Nýir fjár­fest­ar eru hol­lenski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Keen Vent­ure Parners, Vent­ur­ing, sem er einnig frá Hollandi og Exper­i­an, sem er eitt stærsta kred­it­fyr­ir­tæki heims. Einnig leggja fyrri fjár­fest­ar, Crow­berry Capital, Karma Vent­ur­es og by­Found­ers fram fjár­magn.

Luc­inity býr til gervi­greind­ar­hug­búnað sem hjálp­ar fyr­ir­tækj­um í bar­átt­unni gegn pen­ingaþvætti.

Mik­ill vöxt­ur á skömm­um tíma

„Í fyrsta lagi er þetta svaka­leg viður­kenn­ing á því sem við erum bún­ir að vera að gera. Við erum bún­ir að byggja upp fyr­ir­tæki á þrem­ur og hálfu ári frá ein­um upp í 65 manns. Tekju­vöxt­ur­inn er bú­inn að vera mjög góður á sama tíma,“ seg­ir for­stjór­inn Guðmund­ur Rún­ar Kristjáns­son, spurður hvaða þýðingu það hef­ur að fá þetta fjár­magn inn í fyr­ir­tækið. 

Guðmund­ur Rún­ar bæt­ir við að þetta sé einnig mik­il viður­kenn­ing á framtíðarmögu­leik­um þeirr­ar tækni sem fyr­ir­tækið er búið að byggja upp til að gera varn­ir gegn pen­ingaþvætti ár­ang­urs­rík­ari.

Hann seg­ir það til að mynda mik­inn heiður að Exper­i­an hafi ákveðið að styðja við bakið á Luc­inity. Fyr­ir­tæk­in tvö fóru í sam­starf fyr­ir þrem­ur mánuðum sem snýst um upp­lýs­inga­tækni og notk­un gagna.

Fara inn á fleiri markaði

Spurður út í framtíðina seg­ir hann áhersl­una áfram vera á upp­bygg­ingu á Íslandi, enda er þró­un­art­eymi fyr­ir­tæk­is­ins staðsett hér.

„Það er frá­bær kraft­ur í fólk­inu okk­ar og það er tekið eft­ir því víða að við erum með mjög öfl­ugt fólk,“ svar­ar hann. Einnig nefn­ir hann að Luc­inity hafi fjár­fest mikið í sölu- og markaðsteym­um í Bretlandi. Næsta skref er að fara inn á aðra markaði, til dæm­is í Skandi­nav­íu og Banda­ríkj­un­um.

Danski fjár­tækn­iris­inn Pleo keypti jafn­framt lausn­ina frá Luc­inity fyrr á ár­inu og hef­ur hann lýst yfir mik­illi ánægju með fyr­ir­tækið.

Er gengi ykk­ar fram­ar von­um?

„Það er sam­kvæmt mín­um von­um en fram­ar von­um allra annarra,“ seg­ir Guðmund­ur og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK