Takk kaupir Mjöll Frigg af Olís

Margrét Lillý Árnadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Takk Hreinlætis, Frosti Ólafsson, …
Margrét Lillý Árnadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Takk Hreinlætis, Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga við undirritun samningsins í dag. Ljósmynd/Aðsend

Olís ehf., dótt­ur­fé­lag Haga hf., og Takk hrein­læti und­ir­rituðu í dag kaup­samn­ing um kaup Takk hrein­læt­is á öllu hluta­fé Mjall­ar Friggj­ar. Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um af­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Mjöll Frigg er einn stærsti fram­leiðandi lands­ins á hrein­læt­is- og efna­vör­um og námu tekj­ur fé­lags­ins um 720 millj­ón­um króna árið 2021 og voru ár­s­verk 12 tals­ins.

Takk hrein­læti er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í sölu á ýms­um hrein­gern­ing­ar- og hrein­lætis­vör­um, búsáhöld­um og öðrum sér­vöru­flokk­um.

Liður í ein­föld­un rekstr­ar

„Sal­an er áfram­hald­andi liður í ein­föld­un rekstr­ar Olís og rík­ari áherslu á kjarn­a­starf­semi fé­lags­ins. Olís og önn­ur fé­lög und­ir hatti Haga munu áfram eiga gott sam­starf við Mjöll Frigg um fram­leiðslu og end­ur­sölu ým­issa hreinsi- og efna­vara. Nýj­um eig­end­um er óskað til ham­ingju með kaup­in og jafn­framt er starfs­fólki Mjall­ar Friggj­ar þakkað sam­starfið á und­an­förn­um árum,” er haft eft­ir Frosta Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Olís, í til­kynn­ingu.

„Við sjá­um mikla mögu­leika í þess­um kaup­um og í þeim fel­ast mik­il tæki­færi fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Ásgeir Ásgeirs­son, stjórn­ar­formaður Takk Hrein­læt­is. Með kaup­un­um muni ár­svelta sam­stæðunn­ar verða um og yfir 1.100 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK