Aðeins fjórum sinnum verið fleiri ferðamenn í júní

Ferðamenn á landinu í júní í ár voru um 30 …
Ferðamenn á landinu í júní í ár voru um 30 sinnum fleiri en í sama mánuði árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176 þúsund í júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Frá því mælingar hófust hafa aðeins fjórum sinnum áður mælst fleiri brottfarir í júní. 

Flestir voru ferðamennirnir árið 2018 þegar voru 233.874 brottfarir í júní. Sama mánuð árið undan voru aðeins færri brottfarir eða 221.845. Árið 2019 voru brottfarir 194.912 og árið 2016 voru þær 186.538. 

Í júní árið 2020 í kórónuveirufaraldrinum mældust einungis 5.943 brottfarir um Leifsstöð og voru brottfarirnar því um 30 sinnum fleiri í ár.

Í tilkynningunni frá Ferðamálastofu segir einnig að brottfarir Íslendinga hafi mælst um 66 þúsund í júní og hafi þær einungis tvisvar áður mælst svo margar í júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK