Dýrt fyrir félögin að tapa tengingu

Engin röskun hefur orðið á starfsemi Keflavíkurflugvallar og íslensku flugfélögin …
Engin röskun hefur orðið á starfsemi Keflavíkurflugvallar og íslensku flugfélögin ekki þurft að afboða flug í sama mæli og önnur flugfélög. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugfélög og flugvellir í Evrópu og N-Ameríku glíma við manneklu og hefur verið mikið um tafir og afbókanir ferða af þeim sökum.

Icelandair hefur þurft að grípa til þess ráðs að senda eigið starfsfólk úr landi til að aðstoða við hleðslu flugvéla og afgreiðslu farangurs. Hafa áhafnir jafnvel tekið málin í sínar hendur og hlaðið og afhlaðið vélar félagsins til að halda áætlun.

Engin röskun hefur orðið á starfsemi Keflavíkurflugvallar og íslensku flugfélögin ekki þurft að afboða flug í sama mæli og önnur flugfélög. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Play, segir það m.a. skýrast af því að íslenskir flugvellir og flugfélög greiði hærri laun en tíðkast á meginlandi Evrópu og eigi því auðvelt með að manna lausar stöður. Hann bendir á að Brexit skýri að hluta vanda breskra flugvalla sem reiddu sig áður á vinnuafl frá Austur-Evrópu til að vinna sum erfiðustu störfin.

Viðskiptamódel beggja félaga byggir að miklu leyti á því að flytja farþega yfir Atlantshafið með viðkomu á Keflavíkurflugvelli og getur það reynst félögunum dýrt ef tafir valda því að farþegar missa af tengiflugi. Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair, segir það auðvelda félaginu að bregðast við töfum að bjóða upp á flug tvisvar á dag til margra áfangastaða. 

Lesa má nánari umfjöllun á síðu 12 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK