Guðný nýr fjármálastjóri Össurar

Guðný Arna Sveinsdóttir, nýr fjármálastjóri Össurar.
Guðný Arna Sveinsdóttir, nýr fjármálastjóri Össurar.

Guðný Arna Sveins­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem fjár­mála­stjóri Öss­ur­ar (CFO) og mun hún taka sæti í fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins frá og með 1. sept­em­ber. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Öss­uri.

Guðný Arna hef­ur starfað við ýmis fjár­mála­tengd störf hjá Kviku und­an­farið ár og þar áður hjá Teva Pharmaceuticals (áður Acta­vis) í áraug, meðal ann­ars sem fjár­mála­stjóri fjár­mála­stjóri sam­heita­lyfjaþró­un­ar Teva. Bjó hún og starfaði á þess­um árum bæði í Sviss og í Banda­ríkj­un­um.

Guðný Arna hef­ur einnig starfað sem sjálf­stæður ráðgjafi á fjár­mála­sviði og á ár­un­um 2001-2008 var hún hjá Kaupþingi, meðal ann­ars sem fjár­mála­stjóri bank­ans fyr­ir og í fjár­mála­hrun­inu.

Þá hef­ur hún einnig starfað hjá Eim­skip á Íslandi og PWC í Stokk­hólmi.

Guðný Arna er með meist­ara­gráðu í reikn­ings­skil­um og fjár­mál­um frá há­skól­an­um í Upp­sala í Svíþjóð og Cand.oecon gráðu frá Há­skóla Íslands.

Guðný Arna tek­ur við starf­inu af Sveini Sölva­syni sem tók ný­lega við sem for­stjóri fé­lags­ins. 

„Guðný Arna er reynslu­mik­ill stjórn­andi með víðtæka reynslu af fjár­mála­stjórn í alþjóðlegu um­hverfi. Hún bæt­ist við framúrsk­ar­andi hóp starfs­manna sem legg­ur áherslu á ár­ang­urs­drifna teym­is­vinnu og það er mjög ánægju­legt að fá hana til liðs við okk­ur,“ er haft eft­ir Sveini Sölva­syni, for­stjóra Öss­ur­ar í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK