Síldarvinnslan rýkur upp

Síldarvinnslan á Neskaupsstað hefur keypt öll hlutabréf í Vísi.
Síldarvinnslan á Neskaupsstað hefur keypt öll hlutabréf í Vísi. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hafa rokið upp í viðskipt­um í Kaup­höll­inni í morg­un, en í gær var til­kynnt um að fyr­ir­tækið hefði keypt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Vísi hf. Í Grinda­vík fyr­ir 20 millj­arða. Auk þess voru vaxta­ber­andi skuld­ir upp á 11 millj­arða yf­ir­tekn­ar. Viðskipt­in eru með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar og samþykk­is Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Bréf Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafa farið upp um 8,92%, en sam­tals hafa átt sér viðskipti með bréf Síld­ar­vinnsl­unn­ar fyr­ir 135 millj­ón­ir það sem af er degi. Standa bréf fé­lags­ins nú í 105 krón­um á hlut.

Í til­kynn­ingu vegna viðskipt­anna í gær var tekið fram að út­lit væri fyr­ir að nú­ver­andi fisk­veiðiheim­ild­ir Síld­ar­vinnsl­unn­ar verði með þessu yfir gild­andi viðmiðun­ar­mörk­um, en komi til þess hef­ur fé­lagið sex mánuði til að laga sig að viðmiðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK