Sterk staða launþega ýtir undir þenslu í hagkerfinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræðing­ur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja seg­ir að viðvar­andi spenna á ís­lensk­um vinnu­markaði sé veik­leiki í hag­stjórn lands­ins.

    „Í þau 40 ár sem ég hef starfað sem hag­fræðing­ur þá hef­ur vinnu­markaður­inn alltaf verið veik­leiki í okk­ar efna­hags­stjórn, þ.e. að hann búi til skyn­sam­ar launa­hækk­an­ir sem fást staðist án þess að valda álagi á hag­kerfið.“

    Yngvi Örn var gest­ur Dag­mála í liðinni viku.

    Seg­ir hann að samn­ings­staða launþega sé afar sterk og að þá hafi stjórn­mála­menn í gegn­um tíðina lagt meiri áherslu á að vinna gegn at­vinnu­leysi en verðbólgu.

    „Vinnu­markaður­inn er þess eðlis að þeir sem eru ofar í tekju­stig­an­um hafa það sterka samn­ings­stöðu að þeir geta knúið fram sam­bæri­leg­ar pró­sentu­hækk­an­ir og þær sem lág­launa­hóp­arn­ir eru að fá. Það er meinið og ligg­ur í upp­bygg­ingu ís­lensks vinnu­markaðar og sem senni­lega staf­ar af því að mínu mati að það er svo auðvelt að skipta um starf. Það hef­ur verið viðvar­andi spenna á vinnu­markaðnum og oft skort­ur á vinnu­afli. Við keyr­um alltaf hag­kerfið í átt­ina að fullri at­vinnu. Í gamla daga sögðumst við vera að stýra til að halda aft­ur af verðbólg­unni en í raun og veru voru stjórn­mála­menn að keyra kerfið í átt að því að það væri full at­vinna. Við Íslend­ing­ar erum mjög viðkvæm­ir fyr­ir at­vinnu­leysi. Það fer allt í gang á þessu landi, það er rokið til og byggð ál­ver og kís­il­ver og allskon­ar dót ef það örl­ar á at­vinnu­leysi.“

    Ekki regla um „síðast­ur inn, fyrst­ur út“

    Hann seg­ir að þá hafi það einnig áhrif að hér á landi flytji fólk nán­ast öll áunn­in rétt­indi með sér þegar það skipt­ir um starfs­vett­vang. Þá hafi sú regla aldrei verið við lýði hér eins og á öðrum Norður­lönd­um um að sá sem síðast­ur var ráðinn inn til fyr­ir­tæk­is njóti minnsta starfs­ör­ygg­is­ins.

    „Það þýðir að það er út­lánam­inna fyr­ir fólk að hóta því að skipta um vinnustað ef það fær ekki sín­ar launa­hækk­an­ir. Þær sér­stöku launa­hækk­an­ir sem það vill fá.“

    Seg­ir Yngvi Örn að ekki hafi tek­ist að inn­leiða nor­ræna vinnu­markaðsmód­elið um miðjan síðasta ára­tug og því séum við í sömu stöðu og áður í þess­um efn­um.

    Viðtalið við Ynga Örn má sjá hér fyr­ir neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK