Færri fyrirtæki með virkni gjaldþrota nú en oft áður

Samtals voru 24 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, …
Samtals voru 24 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í maí, en sem fyrr segir höfðu aðeins fjögur þeirra verið með virkni á fyrra ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjögur fyrirtæki sem voru með virkni á fyrra ári voru tekin til gjaldþrotaskipta í maí. Aðeins tvisvar áður á síðustu þremur árum hafa færri félög verið skráð gjaldþrota í einum mánuði. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum Hagstofunnar.

Samtals voru 24 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í maí, en sem fyrr segir höfðu aðeins fjögur þeirra verið með virkni á fyrra ári.

Aðeins í ágústmánuði árin 2020 og 2021 hafa færri fyrirtæki sem höfðu verið með virkni verið tekin til gjaldþrotaskipta á síðustu árum. Fyrra árið voru þau 0 og árið 2021 var um eitt fyrirtæki að ræða. Ef maímánuðir síðustu ára eru bornir saman þá var fjöldinn 16 árið 2021, 26 árið 2020 og 34 árið 2019.

Af þessum fjórum fyrirtækjum var eitt í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum en þrjú gjaldþrot féllu undir aðrar atvinnugreinar.

Hagstofan heldur utan um tölfræði um fjölda gjaldþrota og fjölda …
Hagstofan heldur utan um tölfræði um fjölda gjaldþrota og fjölda gjaldþrota hjá fyrirtækjum sem höfðu verið með virkni árið áður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK