Færri fyrirtæki með virkni gjaldþrota nú en oft áður

Samtals voru 24 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, …
Samtals voru 24 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekin til gjaldþrotaskipta í maí, en sem fyrr segir höfðu aðeins fjögur þeirra verið með virkni á fyrra ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjög­ur fyr­ir­tæki sem voru með virkni á fyrra ári voru tek­in til gjaldþrota­skipta í maí. Aðeins tvisvar áður á síðustu þrem­ur árum hafa færri fé­lög verið skráð gjaldþrota í ein­um mánuði. Þetta kem­ur fram í ný­upp­færðum töl­um Hag­stof­unn­ar.

Sam­tals voru 24 fyr­ir­tæki, sem skráð voru í fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins, tek­in til gjaldþrota­skipta í maí, en sem fyrr seg­ir höfðu aðeins fjög­ur þeirra verið með virkni á fyrra ári.

Aðeins í ág­úst­mánuði árin 2020 og 2021 hafa færri fyr­ir­tæki sem höfðu verið með virkni verið tek­in til gjaldþrota­skipta á síðustu árum. Fyrra árið voru þau 0 og árið 2021 var um eitt fyr­ir­tæki að ræða. Ef maí­mánuðir síðustu ára eru born­ir sam­an þá var fjöld­inn 16 árið 2021, 26 árið 2020 og 34 árið 2019.

Af þess­um fjór­um fyr­ir­tækj­um var eitt í heild- og smá­sölu­versl­un og viðgerðum á vél­knún­um öku­tækj­um en þrjú gjaldþrot féllu und­ir aðrar at­vinnu­grein­ar.

Hagstofan heldur utan um tölfræði um fjölda gjaldþrota og fjölda …
Hag­stof­an held­ur utan um töl­fræði um fjölda gjaldþrota og fjölda gjaldþrota hjá fyr­ir­tækj­um sem höfðu verið með virkni árið áður. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK