Lego yfirgefur Rússland

Lego hefur sagt skilið við Rússland.
Lego hefur sagt skilið við Rússland. AFP/Johannes Eisele

Stærsti leik­fanga­fram­leiðandi heims, Lego frá Dan­mörku, hef­ur ákveðið að hætta allri starf­semi í Rússlandi. Þar með miss­ir fjöldi starfs­fólks vinn­una sína, auk þess sem sam­starf Lego við fyr­ir­tæki sem starf­ræk­ir 81 versl­un í Rússlandi er á enda runnið.

Talsmaður Lego sagði fyr­ir­tækið hafa ákveðið að „hætta starf­semi í Rússlandi um óákveðinn tíma vegna tíðra og mik­illa trufl­ana í kring­um starf­sem­ina".

Þar með verður flest­um sem starfa fyr­ir fyr­ir­tækið í Moskvu sagt upp og sam­starf hætt­ir við fyr­ir­tækið In­venti­ve Retail Group „sem starf­ræk­ir 81 versl­un fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins", bætti talsmaður­inn við.

Lego bæt­ist þar með í hóp fjölda vest­rænna fyr­ir­tækja sem hafa sagt skilið við Rúss­land í kjöl­far inn­rás­ar þeirra í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK