Sama gengi Bandaríkjadals og evru

Gengi evrunnar hefur lækkað mikið undanfarið og var um tíma …
Gengi evrunnar hefur lækkað mikið undanfarið og var um tíma jafnt gengi Bandaríkjadals. AFP/Pascal Lauenel

Gengi evr­unn­ar og Banda­ríkja­dals var í stutt­an tíma í dag það sama, en það er í fyrsta skiptið í um 20 ár sem það ger­ist. Hef­ur gengi evr­unn­ar lækkað tals­vert und­an­farna daga og vik­ur, meðal ann­ars eft­ir að Rúss­land stöðvaði gas­flutn­inga til Evr­ópu í gegn­um Nord Stream-gas­leiðsluna.

Gengi gjald­miðlanna tveggja var ná­kvæm­lega 1 á móti 1 í stutta stund áður en gengi evru hækkaði á ný. Þetta er lægsta gengi evru gagn­vart Banda­ríkja­dal síðan í des­em­ber 2002.

Á sama tíma hef­ur olíu­verð lækkað skarpt í dag í kjöl­far áhyggja fjár­festa af frek­ari efna­hagsþreng­ing­um sam­hliða hækk­andi vaxta­stigi seðlabanka í viðleitni þeirra að berj­ast gegn hárri verðbólgu beggja vegna Atlants­hafs­ins. Hluta­bréfa­markaðir bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um hafa lækkað það sem af er degi.

Hægt er að fylgj­ast með gengi gjald­miðla hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK