Sama gengi Bandaríkjadals og evru

Gengi evrunnar hefur lækkað mikið undanfarið og var um tíma …
Gengi evrunnar hefur lækkað mikið undanfarið og var um tíma jafnt gengi Bandaríkjadals. AFP/Pascal Lauenel

Gengi evrunnar og Bandaríkjadals var í stuttan tíma í dag það sama, en það er í fyrsta skiptið í um 20 ár sem það gerist. Hefur gengi evrunnar lækkað talsvert undanfarna daga og vikur, meðal annars eftir að Rússland stöðvaði gasflutninga til Evrópu í gegnum Nord Stream-gasleiðsluna.

Gengi gjaldmiðlanna tveggja var nákvæmlega 1 á móti 1 í stutta stund áður en gengi evru hækkaði á ný. Þetta er lægsta gengi evru gagnvart Bandaríkjadal síðan í desember 2002.

Á sama tíma hefur olíuverð lækkað skarpt í dag í kjölfar áhyggja fjárfesta af frekari efnahagsþrengingum samhliða hækkandi vaxtastigi seðlabanka í viðleitni þeirra að berjast gegn hárri verðbólgu beggja vegna Atlantshafsins. Hlutabréfamarkaðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa lækkað það sem af er degi.

Hægt er að fylgjast með gengi gjaldmiðla hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK