Breyting á stjórn liggur í loftinu

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Brottrekstur Eggerts Þórs Kristóferssonar úr stóli forstjóra Festar 2. júní sl. hefur sett af stað atburðarrás sem erfitt er að sjá fyrir endann á.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga er allt sem bendir til þess að hluti stjórnar Festar, tveir til þrír stjórnarmenn, verði felldur í stjórnarjöri á hluthafafundi sem fram fer á morgun, þó aðeins séu liðnir um fjórir mánuðir frá því að stjórnin var kjörin á aðalfundi.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga nýtur Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar, stuðnings Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórnarkjörinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið einn af þeim níu aðilum sem tilnefninganefnd tilnefndi í stjórn. Þá nýtur Sigurlín Ingvarsdóttir, ráðgjafi og fjárfestir, stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Báðir sjóðirnir eiga stóra hluti í félaginu og geta, þó ekki einir og sér, komið Hjörleifi og Sigurlín inn í stjórn félagsins.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK