Breyting á stjórn liggur í loftinu

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Brottrekst­ur Eggerts Þórs Kristó­fers­son­ar úr stóli for­stjóra Fest­ar 2. júní sl. hef­ur sett af stað at­b­urðarrás sem erfitt er að sjá fyr­ir end­ann á.

Sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogga er allt sem bend­ir til þess að hluti stjórn­ar Fest­ar, tveir til þrír stjórn­ar­menn, verði felld­ur í stjórn­ar­jöri á hlut­hafa­fundi sem fram fer á morg­un, þó aðeins séu liðnir um fjór­ir mánuðir frá því að stjórn­in var kjör­in á aðal­fundi.

Sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogga nýt­ur Hjör­leif­ur Páls­son, stjórn­ar­formaður Sýn­ar, stuðnings Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna í stjórn­ar­kjör­inu þrátt fyr­ir að hann hafi ekki verið einn af þeim níu aðilum sem til­nefn­inga­nefnd til­nefndi í stjórn. Þá nýt­ur Sig­ur­lín Ingvars­dótt­ir, ráðgjafi og fjár­fest­ir, stuðnings Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins.

Báðir sjóðirn­ir eiga stóra hluti í fé­lag­inu og geta, þó ekki ein­ir og sér, komið Hjör­leifi og Sig­ur­lín inn í stjórn fé­lags­ins.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK