Ekki hækkað verð síðan 2008

Tolli notast við fermetraverð við verðlagningu listaverkanna.
Tolli notast við fermetraverð við verðlagningu listaverkanna. Árni Sæberg

Mynd­list­armaður­inn Tolli Mort­hens seg­ist í ít­ar­legu sam­tali við ViðskiptaMogg­ann ekki hafa hækkað verð á lista­verk­um sín­um síðan árið 2008.

„Ég hækkaði verðið árið 2008 en fann um leið að það ískraði í glerþak­inu. Ég sá að ég var bú­inn að verðleggja mig út úr millistétt­inni að miklu leyti. Verk­in voru orðin dá­lítið dýr og ég fékk smá kvíðak­ast. En svo bara bíður maður eft­ir því að kaup­mátt­arþró­un­in leiðrétti þetta. Nú er verðbólga og mik­ill kaup­mátt­ur og verðið orðið viðráðan­legt fyr­ir vel flesta.“

Tolli not­ast við fer­metra­verð þegar hann verðlegg­ur mynd­irn­ar. Hann seg­ir það gert til að hafa sam­ræmi og það sé sann­gjarnt gagn­vart viðskipta­vin­un­um. Hann kveðst hafa passað sig á því í gegn­um tíðina að setja ekki sjálfs­virðing­una í verðlagn­ing­una. „Ég sel mynd­irn­ar á því verði sem ég get selt þær á.“

Lít­il mynd gull­moli

Eins og Tolli bend­ir rétti­lega á mun hann missa alla stjórn á verðlagn­ing­unni eft­ir sinn dag. „Þegar eft­ir­markaður tek­ur yfir þá skipta stærðirn­ar ekki máli. Þá eru það gæði ein­stakra verka sem öllu máli skipta. Lít­il mynd get­ur verið dýr gull­moli á meðan stór mynd verður kannski tal­in til­heyra döpru tíma­bili á ferli lista­manns­ins.“

Tolli seg­ir að verk eft­ir hann gangi kaup­um og söl­um í sam­fé­lag­inu. Þau séu gjald­miðill í bílaviðskipt­um og fast­eigna­kaup­um m.a. „Verðgildið hef­ur haldið sér vel í gegn­um árin.“

Ítar­legra viðtal má lesa í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK