Greiðsluhraði aldrei meiri

Brynja Baldursdóttir segir að enginn sé betri en Motus í …
Brynja Baldursdóttir segir að enginn sé betri en Motus í að meta kröfur og innheimta þær. Árni Sæberg

Greiðslu­hraði hef­ur aldrei verið meiri en í far­aldr­in­um og van­skil hafa aldrei verið minni. Þetta seg­ir Brynja Bald­urs­dótt­ir for­stjóri Mot­us, stærsta inn­heimtu­fyr­ir­tæk­is lands­ins.

Brynja seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að það sé því ekki að sjá í töl­um fyr­ir­tæk­is­ins að greiðslu­erfiðleik­ar séu út­breitt vanda­mál í sam­fé­lag­inu. Þó beri að taka með í reikn­ing­inn að ýms­ar stuðningsaðgerðir frá hinu op­in­bera hafi verið í gangi. Þær hafi hjálpað fyr­ir­tækj­um að tak­ast á við ástandið. „Þetta eru áhuga­verðar töl­ur en við eig­um eft­ir að sjá hvað ger­ist þegar allt er komið í eðli­legt horf á ný,“ seg­ir Brynja.

Þar á hún meðal ann­ars við aflétt­ingu ým­issa lána­fryst­inga sem í boði voru í far­aldr­in­um.

Að sama skapi seg­ir hún að blik­ur séu á lofti í sam­fé­lag­inu. Hækk­andi verðbólga, vaxta­hækk­an­ir og minnk­andi kaup­mátt­ur.

Al­mennt að aukast

Brynja seg­ir að al­mennt sé greiðslu­hraði að aukast, bæði hér og í ná­granna­lönd­un­um. Þar komi til aukn­ar ra­f­ræn­ar áminn­ing­ar og betra aðgengi að heima­banka til dæm­is. „Fólk gleym­ir þá síður að borga fyr­ir eindaga.“

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK