Tvær nýjar verslanir opna á flugvellinum

Kormákur & Skjöldur og Epal hafa verið opnaðar á Keflavíkurflugvelli.
Kormákur & Skjöldur og Epal hafa verið opnaðar á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal hafa verið opnaðar á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða aðra opnun svokallaðra pop-up verslana sem starfræktar verða á flugvellinum í tiltekinn tíma.

Í lok júní voru veitingastaðurinn Maika‘i og verslunin Jens opnuð og hefur rekstur þeirra gengið vel, að því er segir í tilkynningu frá Isavia.

Farþegafjöldi hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um flugvöllinn veði 5,7 milljónir. Er það um það bil 79% af fjölda farþega árið 2019.

„Það er virkilega gaman að sjá þessi tvö íslensku fyrirtæki opna útibú á Keflavíkurflugvelli. Kormákur & Skjöldur og Epal eru skemmtilegar verslanir með eftirsóknarverðar gjafavörur fyrir bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn og passa því virkilega vel í verslanaflóruna á flugvellinum.

Okkar markmið er að gera Keflavíkurflugvöll að enn skemmtilegri viðkomustað, að farþegar njóti flugstöðvarinnar vel síðustu klukkustundirnar fyrir flug og geti keypt áhugaverðar vörur á góðu verði,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK