Verðbólga nái hámarki í ágúst

Landsbankinn spáir því að verðbólga muni ná hámarki í ágúst.
Landsbankinn spáir því að verðbólga muni ná hámarki í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hag­fræðideild Lands­bank­ans spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,5% milli júní og júlí. Gangi spá­in eft­ir fer ár­sverðbólga upp í 9,2%, en hún mæld­ist 8,8% í júní. 

Þá er von á að verðbólga fari hæst í 9,5% í ág­úst áður en hún lækk­ar aft­ur.

Þetta kem­ur fram í hag­sjá Lands­bank­ans.

Spáð er að fjór­ir und­irliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu núna, það eru: mat­ur og drykkjar­vara, reiknuð húsa­leiga, föt og skór og flug­far­gjöld til út­landa. Föt og skór munu hafa áhrif til lækk­un­ar vegna sumar­út­sala en hinir þrír liðirn­ir til hækk­un­ar.

Fari að hægja á hús­næðismarkaðnum

Vísi­tala íbúðaverðs á höfuðborg­ar­svæðinu hækkaði um 3,0% milli mánaða í maí og vísi­tala markaðsverðs hús­næðis, sem Hag­stof­an not­ar við út­reikn­ing á reiknaðri húsa­leigu, hækkaði um 3,2% í júní.

Hag­fræðideild Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að það fari að hægj­ast um á markaðinum. Kem­ur fram að áorðnar vaxta­hækk­an­ir geri það að verk­um að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslu­getu.

Sam­kvæmt nýj­ustu mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar hef­ur hlut­fall íbúða sem selj­ast yfir ásettu verði dreg­ist sam­an og meðal­sölu­tími íbúða er að aukast. Tekið er fram að það taki samt sem áður tíma fyr­ir slík­ar breyt­ing­ar að koma fram í reiknaðri húsa­leigu, meðal ann­ars vegna þess að Hag­stof­an not­ast við þriggja mánaða hlaup­andi meðaltal fast­eigna­verðs.

Alls er von á að reiknuð húsa­leiga hækki um 2,1% milli mánaða núna í júlí.

Mat­arkarf­an hækk­ar

Mat­arkarf­an hækkaði minna milli mánaða í júní og spá­ir hag­fræðideild­in að hún muni hækka enn frek­ar í júlí, eða um 0,7%. Mikl­ar verðhækk­an­ir er­lend­is hafa áhrif á það sem og að mik­ill eft­ir­spurn­arþrýst­ing­ur er hér á landi, meðal ann­ars vegna vax­andi straums er­lendra ferðamanna til lands­ins. 

Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að flug­miðinn til út­landa hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneyt­is­kostnaðar og auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar, en það sem af er ári hef­ur verð á flug­far­gjöld­um til út­landa fylgt verðinu frá 2019 mjög vel eft­ir. Gert er ráð fyr­ir því að flug­far­gjöld­in hækki um 8,3% milli mánaða í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK