Verðbólgan sú hæsta í 41 ár í Bandaríkjunum

Frá kauphöllinni í New York í morgun.
Frá kauphöllinni í New York í morgun. AFP/ Michael M. Santiago/Getty Images

Verðbólga í Bandaríkjunum fór upp í 9,1 prósent í júní með tilheyrandi afleiðingum fyrir buddu bandarískra fjölskyldna og auknum þrýstingi á Joe Biden Bandaríkjaforseta sem nýtur aukinna óvinsælda vegna verðhækkana í landinu.

Tölur stjórnvalda sýna snarpa hækkun á vísitölu neysluverðs miðað við mánuðinn á undan og var hækkunin meiri en spáð hafði verið. Helsta ástæðan var umtalsverð hækkun bensínverðs.

Joe Biden í Ísrael í morgun.
Joe Biden í Ísrael í morgun. AFP/Gil Cohen-Magen

Aukning verðbólgunnar upp í samanlagt 9,1 prósent á síðustu 12 mánuðum hefur ekki verið hraðari í landinu síðan í nóvember 1981.

Biden sagði að verðbólgan væri „óásættanlega há" en bætti við að tölurnar væru orðnar úreltar því þær endurspegluðu ekki þá lækkun sem hafi orðið á orkuverði síðan um miðjan júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK