Burðarvirki austurálmu rís

. Á þessari teikningu má sjá hvernig austurálman mun tengjast …
. Á þessari teikningu má sjá hvernig austurálman mun tengjast núverandi flugstöð.

Uppsetning á burðarvirki nýrrar austurálmu Keflavíkurflugvallar er hafin. Austurálman er kjallari og þrjár hæðir, alls 22 þúsund fermetrar, en hér fyrir ofan má sjá teikningar af byggingunni sem er að rísa.

Ístak átti hagstæðasta tilboð í burðarvirki og veðurkápu hússins, tæpa 4,5 milljarða króna. Heildarkostnaður við austurálmu er áætlaður 21 milljarður, þar af er framkvæmdakostnaður 18 milljarðar.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir fyrsta hluta verkefnisins fela í sér stækkun á komusal flugvallarins þar sem farangursböndum verður fjölgað úr þremur í fjögur, auk þess sem nýju böndin muni hafa meiri afkastagetu á hvern lengdarmetra en þau gömlu. Þá stækki afgreiðslusvæði fyrir komufarangur töluvert og aðstaða komufarþega batni því til muna. Ef áætlanir gangi eftir verði fyrsti áfangi tekin í notkun seinni hluta næsta árs með nýjum komusal.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka