Fjölmennur hluthafafundur Festar var að hefjast rétt í þessu. Á fundinum verður ný stjórn kosinn, en aðeins eru fjórir mánuðir frá því að stjórn var kosinn á aðalfundi félagsins.
Brottrekstur Eggerts Þórs Kristóferssonar úr forstjórastóli Festar setti þessa atburðarrás af stað.
Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga bendir allt til þess að tveir eða þrír stjórnarmenn í núverandi stjórn muni ekki halda sæti sínu.
Fundurinn átti að hefjast klukkan 10:00, en um 20 mínútna seinkun varð vegna fjölda fundargesta og skráningar þeirra á fundinn.