Mikilvægt að það skapist friður um félagið

Guðjón Reynisson stjórnarformaður Festar.
Guðjón Reynisson stjórnarformaður Festar. mbl.is/Árni Sæberg

Ný stjórn Fest­ar var kos­in nú fyrr í dag. Þrír nýir komu inn í stjórn­ina en Guðjón Reyn­is­son, stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, og Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­formaður stjórn­ar, héldu sínu sæti.

Guðjón Reyn­is­son verður áfram stjórn­ar­formaður en Sig­ur­lína Ingvars­dótt­ir mun taka við sæti vara­for­manns stjórn­ar.

Guðjón sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn að hon­um lit­ist vel á stjórn­ina og hann sé virki­lega spennt­ur að byrja vinna með henni.

Orðspor fé­lags­ins lagað með góðri vinnu

„Það sem skipt­ir mestu máli er að það skap­ast friður um fé­lagið og nú get­um við farið að snúa okk­ar að vinn­unni aft­ur,“ sagði Guðjón og bætti við að þátt­tak­an á fund­in­um hafi verið ánægju­leg en full­trú­ar fyr­ir 92% af hluta­höf­um sátu fund­inn.

Innt­ur eft­ir því hvort vær­ing­ar inn­an fé­lags­ins vegna upp­sagn­ar for­stjóra Fest­ar og tengsl fyrr­um stjórna­manna við Vítal­íu-málið hafi skaðað orðspor fé­lags­ins til fram­búðar svaraði Guðjón því neit­andi og sagði að það verði lagað með góðri vinnu.

Staða Eggerts óljós

Guðjón vildi ekki tjá sig um stöðu Eggerts Þórs Kristó­fers­son­ar, frá­far­andi for­stjóra Fest­ar, og hvort stjórn­in myndi skoða að ráða hann að nýju.

Aðspurð sagði Sig­ur­lína það of snemmt að segja til um áherslu­breyt­ing­ar, nú sé nýja stjórn­in að stilla sam­an strengj­um og átta sig á stöðunni.

Festi rekur meðal annars N1, Krónuna og Elko.
Festi rek­ur meðal ann­ars N1, Krón­una og Elko. Árni Sæ­berg

Hvenær má bú­ast við nýj­um for­stjóra?

„Það tek­ur alltaf tals­verðan tíma að ráða réttu mann­eskj­una í starfið og við mun­um vanda vinnu­brögðin mjög vel við það en við von­umst til þess að geta gefið út aug­lýs­ingu inn­an nokkra vikna.“

Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­formaður stjórn­ar, fékk af­ger­andi stuðning í stjórn­ar­kosn­ing­unni og var þar efst með 18,2% at­kvæða. Guðjón Reyn­is­son hlaut 13,6% at­kvæða í kosn­ing­unni.

Aðspurður sagði hann það ánægju­legt að sjá hvað hún fékk mik­inn stuðning í kosn­ing­unni en ekki fékkst skýrt svar hvers vegna hún tók ekki við stjórn­ar­for­manns­sæt­inu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK