North Face opnar á Hafnartorgi

Birna Dögg Guðmundsdóttir, Gauti Sigurpálsson og Hörður Magnússon.
Birna Dögg Guðmundsdóttir, Gauti Sigurpálsson og Hörður Magnússon. Hákon Pálsson

Á Hafn­ar­torgi við Marriot-hót­elið hef­ur ný versl­un, The North Face, fundið sér sam­astað og verður opnuð á næstu dög­um.

Blaðamaður Morg­un­blaðsins lagði leið sína niður á nýju fram­leng­ing­una á Hafn­ar­torg í þessa splunku­nýju sér­versl­un sem býður upp á úti­vist­ar­vör­ur. Þau Gauti Sig­urpáls­son, vöru­stjóri North Face á Íslandi, Birna Dögg Guðmunds­dótt­ir versl­un­ar­stjóri og Hörður Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Útil­ífs, tóku þar á móti hon­um.

The North Face hef­ur verið leiðandi í úti­vistarfatnaði frá 1968 og er í dag stærsta merkið í brans­an­um. Útil­íf hef­ur verið umboðsaðili vörumerk­is­ins á Íslandi frá 2003.

„Það er búið að standa til lengi að opna The North Face-sér­versl­un á Íslandi, en núna er rétti tím­inn að okk­ar mati. Þegar svæðið hér við Hafn­ar­torgið krist­allaðist með þeim hætti sem er að ger­ast og okk­ur bauðst hús­næði á þess­um stað, var það tæki­færi sem við gát­um ekki sleppt,“ seg­ir Hörður og bæt­ir því við að yfir 1.000 bíla­stæði verði und­ir bygg­ing­un­um og því ætti ekki að vera vanda­mál að fá stæði.

„Við eig­um von á að þessi staður eigi bæði eft­ir að virka vel fyr­ir ferðamenn en ekki síður fyr­ir Íslend­inga þegar þeir upp­götva enn bet­ur hér þetta versl­un­ar­stæði,“ seg­ir Hörður og bæt­ir við: „Það hafa ör­ugg­lega fleiri farið á Ev­erest í dúngalla frá The North Face en nokkru öðru merki; það held ég að mér sé óhætt að full­yrða.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK