Á Hafnartorgi við Marriot-hótelið hefur ný verslun, The North Face, fundið sér samastað og verður opnuð á næstu dögum.
Blaðamaður Morgunblaðsins lagði leið sína niður á nýju framlenginguna á Hafnartorg í þessa splunkunýju sérverslun sem býður upp á útivistarvörur. Þau Gauti Sigurpálsson, vörustjóri North Face á Íslandi, Birna Dögg Guðmundsdóttir verslunarstjóri og Hörður Magnússon, framkvæmdastjóri Útilífs, tóku þar á móti honum.
The North Face hefur verið leiðandi í útivistarfatnaði frá 1968 og er í dag stærsta merkið í bransanum. Útilíf hefur verið umboðsaðili vörumerkisins á Íslandi frá 2003.
„Það er búið að standa til lengi að opna The North Face-sérverslun á Íslandi, en núna er rétti tíminn að okkar mati. Þegar svæðið hér við Hafnartorgið kristallaðist með þeim hætti sem er að gerast og okkur bauðst húsnæði á þessum stað, var það tækifæri sem við gátum ekki sleppt,“ segir Hörður og bætir því við að yfir 1.000 bílastæði verði undir byggingunum og því ætti ekki að vera vandamál að fá stæði.
„Við eigum von á að þessi staður eigi bæði eftir að virka vel fyrir ferðamenn en ekki síður fyrir Íslendinga þegar þeir uppgötva enn betur hér þetta verslunarstæði,“ segir Hörður og bætir við: „Það hafa örugglega fleiri farið á Everest í dúngalla frá The North Face en nokkru öðru merki; það held ég að mér sé óhætt að fullyrða.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.