Talningu atkvæða í stjórnarkjöri hlutafélagsins Festar er lokið og var niðurstaðan sú að þrjú ný voru kjörin í stjórn félagsins.
Þau Guðjón Reynisson, sem var formaður stjórnar, og Margrét Guðmundsdóttir, sem var varaformaður stjórnar, héldu sætum sínum í stjórninni, en ný inn komu þau Magnús Júlíusson, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og stofnandi Íslenskrar orkumiðlunar, Sigurlína Ingvarsdóttir, fjárfestir og fyrrverandi stjórnandi í tölvuleikjaframleiðslu hjá EA Sports og Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar.
Hluthafafundi er nú lokið, en ný stjórn fundaði beint í kjölfar hluthafafundarins um skiptingu verka.
Uppfært: Á stjórnarfundinum var ákveðið að Guðjón Reynisson skyldi starfa sem formaður stjórnar og Sigurlína sem varaformaður.
Þá var tillaga um breytingu á samþykktum félagsins, sem fólu í sér breytingu á nafni Festar í Sundrungu, felld.