Þrjú ný í stjórn Festar

Fjögur þeirra sem kjörin voru í stjórn Festar. Margrét Guðmundsdóttir, …
Fjögur þeirra sem kjörin voru í stjórn Festar. Margrét Guðmundsdóttir, Guðjón Reynisson, Sigurlína Ingvarsdóttir og Magnús Júlíusson. Samsett mynd

Talningu atkvæða í stjórnarkjöri hlutafélagsins Festar er lokið og var niðurstaðan sú að þrjú ný voru kjörin í stjórn félagsins.

Þau Guðjón Reynisson, sem var formaður stjórnar, og Margrét Guðmundsdóttir, sem var varaformaður stjórnar, héldu sætum sínum í stjórninni, en ný inn komu þau Magnús Júlí­us­son, aðstoðarmaður Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og stofn­andi Íslenskr­ar orkumiðlun­ar, Sig­ur­lína Ingvars­dótt­ir, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi stjórn­andi í tölvu­leikja­fram­leiðslu hjá EA Sports og Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar.

Hluthafafundi er nú lokið, en ný stjórn fundaði beint í kjölfar hluthafafundarins um skiptingu verka.

Uppfært: Á stjórnarfundinum var ákveðið að Guðjón Reynisson skyldi starfa sem formaður stjórnar og Sigurlína sem varaformaður. 

Þá var tillaga um breytingu á samþykktum félagsins, sem fólu í sér breytingu á nafni Festar í Sundrungu, felld.

Hluthafafundur Festar.
Hluthafafundur Festar. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK