Tap hjá Sjóvá á öðrum ársfjórðungi

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá mbl.is/Kristinn Magnússon

Trygg­ing­ar­fé­lagið Sjóvá tapaði 153 millj­ón­um á öðrum árs­fjórðungi, en tapið helg­ast af nei­kvæðri af­komu af fjár­fest­ing­ar­starf­semi fé­lags­ins. Af­gang­ur af vá­trygg­ing­ar­starf­semi var einnig nokkuð und­ir af­gangi starf­sem­inn­ar á sama tíma í fyrra.

Her­mann Björns­son, for­stjóri fé­lags­ins, seg­ir í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins að niðurstaðan sé viðun­andi. Tals­verður vöxt­ur var í iðgjöld­um á fyr­ir­tækja­sviði sem juk­ust um 22% frá sama tíma í fyrra, en á ein­stak­lings­sviði var sam­drátt­ur upp á 5%.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að tapið á fjár­fest­inga­starf­sem­inni skýrist af því að skráð hluta­bréf hafi lækkað um­tals­vert á tíma­bil­inu. Upp á móti því tapi veg­ur þó að virði óskráðra eigna hef­ur auk­ist um 1,7 millj­arða á fjórðungn­um.

Þegar horft er til fyrstu sex mánaða árs­ins hef­ur vá­trygg­inga­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins skilað 598 millj­óna hagnaði fyr­ir skatta og fjár­fest­inga­starf­semi skilað 476 millj­óna hagnaði fyr­ir skatta og heild­araf­koma fé­lags­ins á fyrri hluta árs­ins verið já­kvæð um 901 millj­ón.

Fé­lagið ger­ir ráð fyr­ir óbreytt­um horf­um fyr­ir þetta ár og að af­koma af vá­trygg­inga­starf­semi fyr­ir skatta verði á bil­inu 1.400-1.800 millj­ón­ir. Horf­ur til næstu 12 mánaða gera ráð fyr­ir að af­koma af vá­trygg­inga­starf­semi fyr­ir skatta verði um 2.200 millj­ón­ir. Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að fylgst sé grannt með um­ferðartöl­um milli mánaða þar sem auk­in um­ferð eyk­ur lík­ur á tjón­um. Hef­ur um­ferð um hring­veg­inn á síðustu þrem­ur mánuðum mælst meiri en fyr­ir sama tíma­bil árið 2019, sem þá var metár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka