Ekki víst hvort samkomulag hafi náðst

Flugmenn hafa verið í verkfalli síðustu tvær vikur.
Flugmenn hafa verið í verkfalli síðustu tvær vikur. AFP/Liselotte Sabroe

Misjöfnum sögum fer af því hvort flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS og stjórnendur þess hafi skrifað undir samkomulag sín á milli eður ei en flugmenn félagsins hafa nú verið í verkfalli í rúmar tvær vikur eða frá 4. júlí. 

Ríflega tvö þúsund flugferðum hefur verið aflýst í millitíðinni sem hefur kostað SAS um 100 til 130 millj­ón­ir norskra króna dag hvern, sem nemur einum og hálf­um millj­arði ís­lenskra króna.

Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpinu hafa SAS og flugmennirnir komist að samkomulagi. Er það haft eftir stjórnarformanni félagsins Carsten Dilling. 

Sænska ríkisútvarpið segir hins vegar að samkvæmt fréttatilkynningu hafi ekki enn verið skrifað undir samning og að samningaferlið sé enn í fullum gangi.

„Samningaviðræður milli SAS og SAS skandinavíska flugmannafélagsins hafa haldið áfram í dag. Þrátt fyrir að viðræður séu á réttri leið þá hefur enginn samningur verið undirritaður milli aðilanna,“ segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK