Hlutabréf í Símanum lækka eftir tilkynningu í gær

Samningur um sölu Símans á Mílu er nú í uppnámi.
Samningur um sölu Símans á Mílu er nú í uppnámi. mbl.is/Hari

Hlutabréf í Símanum hafa lækkað um 5,83% í tæplega 200 milljóna viðskiptum það sem af er degi í Kauphöllinni. Kemur þetta í kjölfar frétta í gærkvöldi um að franski fjárfestingasjóðurinn Ardian sé ekki reiðubúinn að ljúka viðskiptum um kaup á Mílu af Símanum á grundvelli óbreytts kaupsamnings.

Kaup­samn­ing­ur­inn hljóðaði í októ­ber upp á rúma 78 millj­arða ís­lenskra króna, eða 519 millj­ón­ir evra sam­kvæmt geng­inu þá.Taldi sjóðurinn að tillögur sem lagðar hefðu verið fyrir Samkeppniseftirlitið varðandi breytingar á fyrirhuguðum samningi væru íþyngjandi og hefðu neikvæð áhrif.

Hef­ur Ardi­an því upp­lýst Símann að fé­lagið sé ekki reiðubúið til þess að ljúka viðskipt­un­um á grund­velli óbreytts kaup­samn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK