Afkomuviðvörun hjá Kviku

Hagnaður Kviku á öðrum fjórðungi var undir væntingum.
Hagnaður Kviku á öðrum fjórðungi var undir væntingum.

Drög að uppgjöri samstæðu Kviku banka hf. fyrir annan ársfjórðung 2022 liggja nú fyrir en samkvæmt þeim er hagnaður fyrir skatta á tímabilinu áætlaður 450 til 500 milljónir króna. Það er mun minni hagnaður en gert var ráð fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

„Áætluð afkoma tímabilsins var uppfærð þann 12. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 2,15 – 2,4 milljarða króna í hagnað fyrir skatta á tímabilinu. Hagnaður fyrir skatta var því um 1,8 milljarði króna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Munur á afkomu samstæðunnar og áætlun skýrist af lægri fjárfestingartekjum en gert var ráð fyrir, enda voru aðstæður á verðbréfamörkuðum á ársfjórðungnum með allra versta móti. Hreinar fjárfestingartekjur voru neikvæðar um 0,9 milljarða en gert hafi verið ráð fyrir að þær yrðu jákvæðar um 1 milljarð króna á tímabilinu. Fjárfestingartekjur voru því 1,9 milljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir,“ segir þar jafnframt.

Þóknanatekjur 1,6 milljarðar

Grunnrekstur samstæðunnar er sagður hafa verið sterkur á tímabilinu.

„Hreinar vaxtatekjur voru 1,9 milljarðar króna, hreinar þóknanatekjur 1,6 milljarðar króna, hrein iðgjöld og tjón 1 milljarður króna og rekstrarkostnaður var 3,2 milljarðar króna sem var í samræmi við áætlanir.

Uppgjörið er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi en Kvika áætlar að birta niðurstöður ársfjórðungsins eftir lokun markaða þann 18. ágúst næstkomandi. Samhliða því verður uppfærð afkomuspá fyrir næstu fjóra fjórðunga birt,“ segir að lokum í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK