Endurráða 450 flugmenn

Verkfallið hófst 4. júlí síðastliðinn þegar næstum því 1.000 flugmenn …
Verkfallið hófst 4. júlí síðastliðinn þegar næstum því 1.000 flugmenn lögðu niður störf eftir að viðræður runnu út í sandinn. AFP

Staðfest samkomulag á milli skandinavíska flugfélagsins SAS og verkalýðsfélaga náðist í nótt. Með samkomulaginu er endi bundinn á rúmlega tveggja vikna verkfall sem kostaði flugfélagið það sem nemur á bilinu 1,2 til 1,6 milljarða íslenskra króna á degi hverjum. M.a. var samið um að SAS muni endurráða 450 flugmenn. 

„Loksins getum við snúið til venjulegra starfshátta og flogið viðskiptavinum okkar á sumaráfangastaði sem þeim hefur þyrst í að komast til. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að svo margir farþegar hafi orðið fyrir áhrifum af verkfallinu,“ sagði Anko van der Werff, framkvæmdastjóri SAS, í yfirlýsingu. 

Samkomulagið er gert til fimm og hálfs árs. 

Verkfallið hófst 4. júlí síðastliðinn þegar næstum því 1.000 flugmenn lögðu niður störf eftir að viðræður runnu út í sandinn. Þeir mótmæltu lækkun launa og því að fjöldi flugmanna hafi ekki hlotið endurráðningu í kjölfar uppsagna í kórónuveirufaraldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK