Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka vexti um 0,5%. Það er fyrsta vaxtahækkun bankans í 11 ár. Með því fylgir bankinn í kjölfar bandaríska seðlabankans sem hefur hækkað vexti.
Fulltrúar Evrópska seðlabankans munu gera grein fyrir ákvörðun sinni í útsendingu sem hefst klukkan 12.45 í dag.
Hægt er að horfa á hana hér.
Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska seðlabankans, sagði ýmsa þætti hafa hægt á hagkerfum Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu, og óbein áhrif hennar, vaxandi verðbólga og erfiðleikar á framboðshliðinni, vegna röskunar á aðfangakeðjum, og hækkandi raforkuverð hefðu dregið úr væntingum. Til skemmri tíma litið sé útlit fyrir háa verðbólgu.
Bankinn gerði jafnframt grein fyrir áformum um að endurfjármagna skuldir illra staddra evruríkja með því að gefa út ný skuldabréf. Er það gert til að styðja við evrusvæðið sem glímir nú við orkuskort og óvissu um efnahagshorfur.