Hagnaður Össurar dregst saman

Ytri aðstæður hafa áhrif á tekjuvöxt fyrirtækisins.
Ytri aðstæður hafa áhrif á tekjuvöxt fyrirtækisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur hagnaðist um 14 milljónir bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, eða sem samsvarar 1,9 milljörðum króna.

Hagnaðurinn er fimm milljónum dala lægri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 181 milljón dala, tæpum 25 milljörðum króna. 

„Ytri aðstæður hafa haft áhrif á sölu og vandamál í aðfangakeðjunni hafa leitt til aukins kostnaðar og seinkunna. Þrátt fyrir það er tekjuvöxtur sterkur í Evrópu og Asíu, að undanskildu Kína," segir Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar í kauphallartilkynningu.

Fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið hefur verið færð niður. Tekjuvöxtur verði 4-6% í stað 6-9%. Félagið gerir ráð að EBITDA-framlegð félagsins verði 18-20% í stað 20-21%. 

Össur er skráð í dönsku kauphöllina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK