Mun auka hagnað bankanna

Vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands munu auka vaxtatekjur bankanna, að mati sérfræðings.
Vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands munu auka vaxtatekjur bankanna, að mati sérfræðings. mbl.is/Eggert

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Kviku var um 92 milljarðar króna í fyrra. Síðan þá hefur vaxtastig tekið að hækka, eignamarkaðir lækkað og innrás Rússa hefur sett sinn svip á heimshagkerfið.

Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital segir í samtali við Morgunblaðið í dag að almennt hafi hærra vaxtastig jákvæð áhrif á rekstur bankanna. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti á árinu um 2,75%, úr 2% í 4,75%, en þeir urðu lægstir 0,75% í nóvembermánuði 2020.

„Stýrivextir voru komnir undir 1,0-1,5%, sem gerir rekstrarumhverfi erfitt fyrir banka. Þessar vaxtahækkanir bankanna [í kjölfar stýrivaxtahækkana] verða til þess að vaxtatekjurnar, sem er meginuppistaða tekna viðskiptabankanna, munu líklega aukast mikið. Þetta er stærsti tekjuliðurinn þeirra,“ segir Snorri.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK