Skemmtistaðurinn Miami til sölu

Miami á Hverfisgötu er til sölu. Reksturinn hefur gengið vel …
Miami á Hverfisgötu er til sölu. Reksturinn hefur gengið vel að sögn Húnboga J. Andersen lögmanns eigandans. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtistaðurinn Miami við Hverfisgötu er til sölu. Húnbogi J. Andersen, lögmaður eigandans, segir skemmtistaðinn vera til sölu sem og húsnæðið sem hýsir hann.

„Eigandinn hefur ekki nennt að standa í þessum rekstri núna undanfarið og var með aðila sem voru að reka staðinn fyrir hann. Svo var hann með aðila sem ætluðu að kaupa staðinn af honum, en hvorugt gekk upp,“ segir hann og bætir við að nú sé vilji hjá rekstaraðilum að selja staðinn ef hann finnur réttu kaupendurnar.

Að sögn Húnboga hefur rekstur Miami gengið vel. Eigandinn vill hins vegar einbeita sér að öðrum fjárfestingarkostum.

„En það er allt til staðar, öll leyfi og allt í góðu standi og allt klárt. Maður gæti þess vegna gengið þarna inn á morgun og byrjað. Þú getur bara tekið við rekstrinum eins og hann hefur verið síðustu mánuði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK