Sparifé ber neikvæða vexti

Verðbólgan mældist 8,8% í júní.
Verðbólgan mældist 8,8% í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innlánsvextir bankanna hafa tekið að hækka í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Verðbólgan mældist hins vegar 8,8% í júní, svo raunvextir eru neikvæðir þrátt fyrir hækkandi innlánsvexti.

Þórður Gunnarsson hagfræðingur telur líklegt að í núverandi umhverfi muni almenningur sækjast frekar í verðtryggð innlán. „Raunvextir á innlánum eru neikvæðir en miðað við þá óvissu sem er á mörkuðum, þá kæmi það ekki á óvart ef það dregur úr áhættusækni almennt,“ segir Þórður. Hann bendir á að raunávöxtun hafi undanfarið verið neikvæð á nánast öllum eignamörkuðum, að hrávöru frátalinni. Það sé erfitt að koma peningunum í góða ávöxtun í þessu umhverfi.

Inntur eftir því hvort þriggja ára binditími verðtryggðra reikninga valdi ekki vanda, játar Þórður því.

Leiðir til að verja spariféð

„Þetta er erfið staða. Það er aldrei auðvelt að eiga við verðbólgu sem nálgast tíu prósent, það er ekki þægileg staða fyrir neinn.“ Spurður hvað eldra fólk geti gert til að verja sparifé sitt segir Þórður að það geti farið yfir í verðtryggð innlán eða sjóði sem fjárfesta í verðtryggðum skuldabréfum. Eldra fólk sé yfirleitt í skuldlitlum eða skuldlausum fasteignum og fasteignaverð fylgi vanalega verðbólgu. „Sá hluti ævisparnaðarins ætti því að vera í þokkalegu lagi, eins og er,“ segir Þórður.

Hann telur að ef ekki takist að kveða verðbólguna niður bráðlega haldi stýrivextir áfram að hækka.

„Verðbólgumarkmiðið er 2,5% og við erum að nálgast 10%. Maður veltir fyrir sér hvað Seðlabankinn getur gert, annað en að hækka vexti, ef hann ætlar að halda trúverðugleika sínum,“ segir Þórður.

Vextir á markaði
» Stýrivextir Seðlabankans eru 4,75%.
» Verðbólgan mældist 8,8% nú í júní.
» Meðalvextir á óbundnum sparnaðarreikningum 3-3,4%.
» Auður með 4,75% vexti.
» Raunávöxtun neikvæð vegna verðbólgu.
» Verðtryggðir reikningar vörn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK