Tæplega þúsund nýir starfsmenn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið réði til sín 962 …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið réði til sín 962 nýja starfsmenn á öðrum ársfjórðungi. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélagið Icelandair réð til sín tæplega eitt þúsund starfsmenn á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en það er tímabilið frá apríl og út júní. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjörstilkynningu frá félaginu, en hagnaður þess á fjórðungnum nam um 3,8 milljónum Bandaríkjadölum, eða um 522 milljónum króna. Er þetta jafnframt í fyrsta skiptið síðan árið 2017 sem félagið er rekið með hagnaði á öðrum ársfjórðungi.

Í uppgjöri félagsins kemur fram að samtals hafi 962 nýir starfsmenn verið ráðnir á tímabilinu, en þessi tala nær m.a. til flugmanna, flugfreyja og starfsmanna í flugstöðinni.

að bókunarstaðan nú á þriðja ársfjórðungi sé sterk og að félagið geri ráð fyrir að komast á þessum ársfjórðungi upp í um 83% af fjölda flugferða sem félagið fór fyrir heimsfaraldurinn. Þá er ætlað að hlutfallið verði komið upp í um 90% á fjórða ársfjórðungi.

Félagið hefur jafnframt gert samning um tvær Boeing 737 Max flugvélar ásamt viljayfirlýsingu um fjórar vélar til viðbótar að því er fram kemur í tilkynningunni. Er það gert til að styðja við vöxt félagsins.

Miklar hækkanir hafa átt sér stað á eldsneytismarkaði undanfarið og hefur meðaleldsneytisverð í þessum ársfjórðungi verið 124% hærra en á sama tíma í fyrra. Eldsneytisvarnir Icelandair náðu til 25% af eldsneytisnotkun félagsins á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK