Magnús Kr. nýr forstjóri Festi til bráðabirgða

Magnús Kr. Ingason.
Magnús Kr. Ingason. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi hf., sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðamótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Festi mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2022 eftir lokun markaða miðvikudaginn 27. júlí næstkomandi. Magnús mun þar kynna afkomuna og svara spurningum. 

Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóri, sagði starfi sínu lausu hjá Festi fyrr í sumar, að frumkvæði stjórnar félagsins. 

„Það er ekki óal­gengt að manna­breyt­ing­ar séu til­kynnt­ar með þess­um hætti,“ sagði Guðjón Reyn­is­son, stjórn­ar­formaður Fest­ar, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann fyrr í júlí, spurður nán­ar um aðdrag­anda þess þegar til­kynnt var í byrj­un júní að Eggert Þór hefði óskað eft­ir því að láta af stöf­um þegar raun­in var sú að stjórn fé­lags­ins vildi skipta um for­stjóra.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK