Samherji hagnaðist um 17,8 milljarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Hagnaður samstæðu Samherja árið 2021 var í heild 17,8 milljarðar króna í samanburði við 7,8 milljarða árið 2020. Sala á hlutabréfum í Síldarvinnslunni setti mark sitt á afkomu ársins.

Fram kemur í skýringum með uppgjöri að hækkandi olíuverð hafi leitt til aukins kostnaðar fyrir fyrirtækið. Meðal annars hafi olíukostnaðurinn við útgerð Vilhelms Þorsteinssonar hækkað um 300 milljónir á ári.

Hagnaður af starfsemi Samherja eftir skatta, að frátöldum áhrifum af söluhagnaði hlutdeildarfélaga, nam 5,5 milljörðum króna en árið áður var hagnaðurinn 4,5 milljarðar.

Seldu bréf í Síldarvinnslunni

„Á árinu voru hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. seld og nam söluhagnaður auk hlutdeildar í afkomu síðasta árs samtals 9,7 milljörðum króna.

Söluhagnaður og hlutdeild Samherja hf. í afkomu annarra hlutdeildarfélaga en Síldarvinnslunni hf. nam samtals 2,6 milljörðum króna.

Hagnaður samstæðunnar árið 2021 var í heild 17,8 milljarðar króna í samanburði við 7,8 milljarða árið 2020,“ segir á vef Samherja.

Eigið fé yfir 94 milljarðar

Þá kemur fram í uppgjörinu að eignir í árslok námu 128 milljörðum króna og var eigið fé í árslok 94,3 milljarðar króna.

„Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var því 73,6%, miðað við 72% árið á undan, sem undirstrikar að efnahagur félagsins er traustur,“ segir þar jafnframt.

„Seldar afurðir Samherja voru 52,8 milljarðar króna og að meðtöldum öðrum rekstrartekjum námu rekstrartekjur alls 56,7 milljörðum króna á árinu 2021. Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam 17,8 milljörðum króna í samburði við 7,8 milljarða króna árið á undan.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var níu milljarðar króna, sem er nánast sama EBITDA-afkoma og árið á undan. Á árinu voru hlutabréf í hlutdeildarfélögum seld og nam bókfærður hagnaður 7,1 milljarði króna. Þyngst vegur sala á 12% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga hafði einnig jákvæð áhrif hagnað ársins,“ segir í skýringum vegna uppgjörsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka