Eiginmaður stjórnarkonu kaupir fyrir 108 milljónir

Fjárfestingafélag Kristjáns M. Grétarssonar, KG Eignarhald, keypti 0,9% hlut í flugfélaginu Play síðasta föstudag.

Guðný Hansdóttir, eiginkona Kristjáns, situr í stjórn Play.

Kristján M. Grétarsson og Guðný Hansdóttir.
Kristján M. Grétarsson og Guðný Hansdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undir útboðsgengi

Félagið keypti hlut í fyrirtækinu fyrir 108,6 milljónir króna, á genginu 16,9 krónur á hlut. Í tilkynningu til Kauphallar er greint frá viðskiptunum. 

Gengi Play hefur hækkað um 1,2% það sem af er degi og stendur í 16,95 krónum, eða undir útboðsgenginu frá því í júlí í fyrra, þegar félagið fór á markað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka