Heiðar selur allt í Sýn

Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar. mbl.is/RAX

Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Úrsus ehf. hef­ur selt all­an eign­ar­hlut sinn í fjar­skipta- og fjöl­miðlafyr­ir­tæk­inu Sýn. For­stjóri fé­lags­ins, Heiðar Guðjóns­son er eig­andi fé­lags­ins og mun hann láta af starfi for­stjóra í kjöl­farið.

Til­kynn­ing um sölu hlut­ar­ins var send til Kaup­hall­ar Íslands nú í morg­un og á sama tíma til­kynnti Heiðar starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins um viðskipt­in. Þau eru dag­sett í gær, sunnu­dag­inn 24. júlí.

Í til­kynn­ingu sem Heiðar sendi sam­starfs­fólki sínu í morg­un grein­ir hann frá því að hann hafi orðið fyr­ir heilsu­bresti fyrr á þessu ári og að í kjöl­farið hafi hon­um verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Úrsus ehf. var eig­andi að 12,72% hluta­fjár í Sýn fyr­ir söl­una. Ekki kem­ur fram í til­kynn­ing­unni hver kaup­andi bréf­anna sé. Á heimasíðu Kaup­hall­ar Íslands kem­ur fram að viðskipt­in hafi farið fram á verðinu 64 krón­ur á hlut. Það er 9,4% yfir því gengi sem síðustu viðskipti fóru fram á í liðinni viku.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK