Heiðar selur allt í Sýn

Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar. mbl.is/RAX

Fjárfestingarfélagið Úrsus ehf. hefur selt allan eignarhlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn. Forstjóri félagsins, Heiðar Guðjónsson er eigandi félagsins og mun hann láta af starfi forstjóra í kjölfarið.

Tilkynning um sölu hlutarins var send til Kauphallar Íslands nú í morgun og á sama tíma tilkynnti Heiðar starfsfólki fyrirtækisins um viðskiptin. Þau eru dagsett í gær, sunnudaginn 24. júlí.

Í tilkynningu sem Heiðar sendi samstarfsfólki sínu í morgun greinir hann frá því að hann hafi orðið fyrir heilsubresti fyrr á þessu ári og að í kjölfarið hafi honum verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Úrsus ehf. var eigandi að 12,72% hlutafjár í Sýn fyrir söluna. Ekki kemur fram í tilkynningunni hver kaupandi bréfanna sé. Á heimasíðu Kauphallar Íslands kemur fram að viðskiptin hafi farið fram á verðinu 64 krónur á hlut. Það er 9,4% yfir því gengi sem síðustu viðskipti fóru fram á í liðinni viku.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka