Ryanair snýr tapi í hagnað

Hagnaður Ryanair nam 170 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi.
Hagnaður Ryanair nam 170 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi. AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þar sem eftirspurn jókst á ný eftir heimsfaraldur. Hagnaður flugfélagsins nam 170 milljónum evra sem jafngildir rúmlega 24 milljörðum íslenskra króna.

Á sama tíma í fyrra nam tap félagsins 273 milljónum evra, að því er segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu.

Michael O‘Leary framkvæmdastjóri sagði meðal annars að innrás Rússa í Úkraínu hefði haft neikvæð áhrif á páskabókanir og fargjöld í ár.

„Þó að við séum enn vongóð um að há tíðni bólusetninga í Evrópu muni gera flugfélaginu og ferðaþjónustunni kleift að ná sér að fullu, getum við ekki útilokað hættuna á nýjum afbrigðum Covid-19 í haust,“ bætti hann við.

Ryanair hagnaðist um 243 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK