Snúa aftur til Sýnar

Skrifstofur Sýnar við Suðurlandsbraut.
Skrifstofur Sýnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með hlut­deild á kaup­um Gavia, á 15% hlut í Sýn, eru Jón Skafta­son og fjöl­skylda hans aft­ur tengd stjórn á fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu eft­ir viðskilnað frá því fyr­ir nokkr­um árum. Með hon­um í för er hóp­ur fjár­festa sem hef­ur víða komið við sögu í at­vinnu­líf­inu.

Jón er son­ur Krist­ín­ar Þor­steins­dótt­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóra 365 miðla, en það fyr­ir­tæki var að mikl­um meiri­hluta í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur í gegn­um fé­lagið Moon Capital í Lúx­em­borg.

Ingi­björg kvaddi starfs­fólk Torgs haustið 2019. Við það til­efni sagði í frétt Frétta­blaðsins að hún og eig­inmaður henn­ar, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, hefðu starf­rækt fjöl­miðla í 16 ár.

Helgi Magnús­son keypti þá eign­ar­hlut 365 miðla í Frétta­blaðinu.

Fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga

Jón hef­ur starfað sem fram­kvæmda­stjóri hjá fjár­fest­inga­fé­lag­inu Streng sem eignaðist meiri­hluta í Skelj­ungi. Meðal stærstu hlut­hafa í Streng eru Ingi­björg Pálma­dótt­ir og fé­lög í henn­ar eigu.

Þá hef­ur Jón verið fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga hjá 365 miðlum, áður­nefndu fé­lagi Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, en haustið 2018 var fjallað um þau í Frétta­blaðinu í tengsl­um við sölu 365 miðla á bréf­um í Sýn og kaup­um á bréf­um í Hög­um.

Nán­ar til­tekið seldu 365 miðlar hlut sinn í Sýn fyr­ir tæp­lega tvo millj­arða og keyptu ríf­lega þriggja pró­senta hlut í Hög­um fyr­ir hátt í 1,8 millj­arða.

Vorið 2019 sagði Vís­ir.is frá sölu 365 miðla á bréf­um í Hög­um og kaup­um 365 miðla á bréf­um í Skelj­ungi.

Það var svo í árs­byrj­un 2021 að Viðskipta­blaðið sagði frá því að Streng­ur hefði náð meiri­hluta í Skelj­ungi. En Ingi­björg Pálma­dótt­ir er skráð á vef Cred­it­In­fo sem ann­ar stærsti hlut­haf­inn í Streng.

Skráður hjá tveim­ur einka­hluta­fé­lög­um

Jón Skafta­son er skráður fyr­ir 100% hlut í einka­hluta­fé­lög­un­um HB86 og Stel­vio Consulting.

Eigið fé HB86 nam um 2,3 millj­ón­um árið 2020. Sama ár var eigið fé Stel­vio Consulting skráð 6,9 millj­ón­ir. Jafn­framt hafði Jón aðkomu að einka­hluta­fé­lög­un­um Dida Hold­ing, Þró­un­ar­fé­lag­inu Hnoðraholti og Torg Prent­fé­lagi.

Jón hef­ur setið í stjórn fé­laga sem Ingi­björg Pálma­dótt­ir og viðskipta­fé­lag­ar henn­ar hafa haft aðkomu að í Lund­ún­um en hann var þar bú­sett­ur um hríð.

Eigið fé um 680 millj­ón­ir

Með Jóni í för eru nokkr­ir fjár­fest­ar, eins og áður sagði, og verður hér stuðst við upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ing­um 2020.

Andri Gunn­ars­son er skráður fyr­ir eign­ar­hlut í nokkr­um fé­lög­um í fyr­ir­tækja­skrá Cred­it­In­fo.

Andri er skráður fyr­ir 100% hlut í Lexía ehf., 90% hlut í NL lög­fræðiþjón­ustu slf., 18,8% hlut í Nordik lög­fræðiþjón­ustu slf., 3,54% hlut í 11 In­vest ehf. og 1,39% hlut í Bór ehf.

Eign­ir Lex­íu ehf. námu um 731 millj­ón í árs­lok 2020 og var eigið fé tæp­lega 678 millj­ón­ir.

Dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­lög Lex­íu voru einka­hluta­fé­lög­in S24, Eitt hót­el, GB in­vest, Tiberius, Hvann­ir, Bour­deux fé­lagið, Fiski­bein, Erki­hvönn og Silf­ur­hvönn.

Hef­ur setið í stjórn Nova

Mark Wade Kroloff er ekki skráður fyr­ir hlut­deild í neinu fé­lagi.

Hann hef­ur setið í stjórn farsíma­fyr­ir­tæk­is­ins Nova.

Þá kem­ur hann að fjár­fest­ing­um hjá First Alask­an Capital Partners en það fjár­fest­ir í fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, orku­fyr­ir­tækj­um og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Kem­ur að sprota­fyr­ir­tækj­um

Reyn­ir Grét­ars­son, stofn­andi Cred­it­In­fo og fyrr­ver­andi for­stjóri Salt­pay, fjár­festi í gegn­um fjár­fest­inga­fé­lagið sitt In­foCapital sem fer með yfir 1% hlut í Icelanda­ir, ásamt fjölda sprota­fyr­ir­tækja.

Reyn­ir fer með 38,03% hlut í Cred­it­In­fo. Reyn­ir keypti í fyrra bréf í Ari­on banka fyr­ir um millj­arð. Hann seldi meiri­hluta Cred­it­In­fo til banda­ríska fram­taks­sjóðsins Levine Leichtman Capital Partners í fyrra.  

Rík­asti maður í Ala­ska­ríki

Jon­ath­an R. Ru­bini á 45% hlut í fé­lag­inu E&S 101 ehf. sem er fjórði stærsti hlut­hafi fast­eigna­fé­lags­ins Kaldalóns. Kaldalón er skráð á First North og fer E&S 101 ehf. með 6,48% hlut í fé­lag­inu.

Ru­bini var met­inn rík­asti maður Ala­ska­rík­is árið 2019, var þá met­inn á 300 millj­ón­ir dala, sam­kvæmt For­bes. Hann er for­stjóri og stjórn­ar­formaður JL properties sem er verk­taka­fyr­ir­tæki í Alaska.  

Var fram­kvæmda­stjóri Cred­it­In­fo

Loks fjár­fest­ir Há­kon Stef­áns­son, stjórn­ar­maður Two birds ehf. og eig­andi Íslex ehf., í fé­lag­inu. Há­kon er for­stjóri In­foCapital sem er fjár­fest­inga­fé­lag Reyn­is Grét­ars­son­ar.

Áður var Há­kon fram­kvæmda­stjóri Cred­it­In­fo og stjórn­ar­formaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK