Starfsmenn Lufthansa í verkfall

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur núþegar frestað 6.000 ferðum í sumar.
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur núþegar frestað 6.000 ferðum í sumar. AFP

Frekara umrót verður hjá þýska flugfélaginu Lufthansa þar sem stéttarfélagið Verdi hefur nú kallað til verkfalls hjá félagsmönnum sínu á flugvöllum í von um hærri laun. 

Umrætt verkfall stendur yfir allan morgundaginn en í yfirlýsingu Verdi segir að það „muni valda verulegum töfum og frestunum“. 

Lufthansa hefur nú þegar frestað um sex þúsund flugferðum í sumar til að takast á við manneklu. 

Stéttarfélagið krefst 9,5% launahækkunar fyrir hönd starfsfólks flugfélagsins á jörðu niðri, eða að það fái í það minnsta um 350 evru hækkun á mánaðarlaunum, en það samsvarar um 49 þúsund íslenskum krónum. 

Tilboð standast ekki kröfur stéttarfélagsins

Christina Behle, varaforseti Verdi, segir starfsfólk Lufthansa á flugvöllum „þurfa hærri laun og tilboð vinnuveitanda sé ekki nóg“. 

Nú er skortur á meira en sjö þúsund starfsmönnum í fluggeiranum í Þýskalandi, að því er IW efnahagsstofnunin reiknaði nýlega út. 

Hagfræðingar stofnunarinnar segja marga flugvallarstarfsmenn hafa fundið störf í öðrum geirum þegar eftirspurn í ferðaþjónustu hrundi á meðan heimsfaraldrinum stóð og hafa ekki snúið aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK