100 milljarða skuldaaukning frá áramótum

Verðbólga er á mikilli uppleið í Evrópu.
Verðbólga er á mikilli uppleið í Evrópu. AFP/Ina Fassbender

Ríkisskuldir hafa aukist um rúmlega 100 milljarða frá áramótum og vega verðtryggðar skuldir þar þyngst. Fyrir vikið hefur vægi verðtryggðra ríkisskulda aukist og munu þær því aukast með vaxandi verðbólgu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann það eiga þátt í aukningu verðtryggðra ríkisskulda að skuld gagnvart ÍL-sjóðnum, áður Íbúðalánasjóði, var skuldbreytt í verðtryggðar skuldir.

Gæti smitast í verðbólgu hér

Verðbólga er á mikilli uppleið í Evrópu og mælist hún til dæmis um 20% í Eystrasaltsríkjunum þremur. Þá mælist hún tæplega 10% að meðaltali í EES-ríkjunum og innan Evrópusambandsins, skv. samræmdri mælingu, en þaðan kemur hlutfallslega mestur innflutningur til Íslands. Mun sú þróun að óbreyttu smitast meira út í verðbólguna hér.

Verðbólgan á þennan mælikvarða mælist hvað minnst á Íslandi.

Við þetta bætist að fjármögnunarkostnaður er á uppleið vegna vaxtahækkana seðlabanka. Búist er við því að bandaríski seðlabankinn hækki vexti í dag og fylgi þannig í fótspor evrópska seðlabankans.

Þessar vaxtahækkanir munu að óbreyttu auka vaxtakostnað ríkissjóðs. Á móti kemur að hlutfall hreinna skulda af landsframleiðslu er hér mun lægra en víða í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka